endurhæfing - virkni - ráðgjöf
Velkomin á vef Birtu starfsendurhæfingar
Birta þjónustar einstaklinga sem af einhverjum ástæðum hafa lent utan vinnumarkaðar og vilja styrkja stöðu sína með það að markmiði að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Birta veitir heildstæða þjónustu sem tekur á vanda einstaklings með það að markmiði að viðkomandi komist aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám.
560-2055


Hvað gerum við?
Þjónusta og endurhæfing
Birta er með þjónustusamning við Virk starfsendur-hæfingarsjóð og býður upp á heildstætt starfs-endurhæfingarúrræði . Starfsendurhæfing hjá Birtu er þannig eitt af þeim úrræðum sem stendur einstaklingum til boða sem þurfa starfsendurhæfingu á Suðurlandi.
Birta veitir heildstæða þjónustu sem tekur á vanda einstaklings með það að markmiði að viðkomandi komist aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám.
Dæmi um þjónustu má nefna ráðgjöf, sálfræðiviðtöl, félagslega ráðgjöf, líkamsþjálfun, uppbyggjandi fræðslu og námskeið og atvinnutenginu.
Hægt er að senda fyrirspurnir um möguleika til starfsendurhæfingar í tölvupósti á netfangið birta@birtastarfs.is eða hringja í síma 560-2055.

Mig hefur lengi langað að komast í virkni en vissi ekki hvernig ég gæti það vegna kvíða og orkuleysis. Ég hefði ekki trúað því hvað það var gott að finna velvildina og stuðninginn hjá Birtu sem hjálpaði mér að komast í nám og síðar vinnu. Takk fyrir mig.
Skjólstæðingur Birtu
bættu við þig þekkingu
Námskeið
Björg – bjargráð í tilfinningastjórnun
Bjargráðakerfið Björg var þróað af Dr. Julie Brown og byggist á aðferðafræði díalektískrar atferlismeðferðar (DAM). Með aðferðum DAM er einstaklingum kennt að staðfesta og samþykkja hverjir þeir eru, en á sama tíma að aðstoða og leiðbeina þeim að gera hjálpsamlegar breytingar sem stuðla að stöðugra tilfinningalífi.
Meðferðargrúbba hjá Berglindi félagsráðgjafa
Áhersla á að styðja við þær breytingar sem einstaklingurinn er að fara í gegnum hjá Birtu Starfsendurhæfingu með lausnamiðaðri og valdeflandi nálgun. Unnið er að því að skapa hópdýnamík þar sem traust, samkennd og þroski skapar innihald og ferli hópsins þar sem samverkun leiðbeinanda og þátttakenda þjónar valdeflandi.
Samkenndarhópur
Núvitund og samkennd í eigin garð gerir okkur kleift að mæta erfiðum tímabilum í lífinu með sjálfsmildi, umhyggju og skilning. Samkennd og sjálfsmildi í eigin garð er falleg og hugrökk leið til sjálfsvinnu. Hún styður okkur í að bregðast við þeim erfiðleikum sem við ómeðvitað sköpum okkur sjálf, t.d. með neikvæðri innri gagnrýni, með því að einangra okkur eða með því að festast í óhjálplegum aðferðum.
Okkar starf
Ráðgjöf
Hægt er að fá ráðgjöf varðandi starfsendurhæfingu hjá Birtu í síma 560-2055. Ef við komumst ekki í símann þá mælum við með að senda tölvupóst og við munum þá hafa samband eins fljótt og hægt er. Þeir þættir sem við vinnum með eru:
- Andleg líðan
- Sjáflstraust og sjálfsmynd
- Líkamleg heilsa
- Fjármál
- Áhugasvið, færni og geta.
- Markmiðasetning og tímastjórnun
Notendur
Aðgangur fyrir notendur þjónustu Birtu starfsendurhæfingu
Endurhæfing
Markmið og uppsetning endurhæfingar
Þjónusta
Nánari upplýsingar um þjónustu Birtu starfsendurhæfingu
Tilvísanir
Ferli tilvísana í þjónustu hjá Birtu starfsendurhæfingu






Hver erum við?
Starfsfólk Birtu

Félagsráðgjafi, viðbótarmenntun í mannauðsstjórnun. Forstöðumaður Birtu.
Netfang: sandra@birtastarfs.is

Þjónustustjóri. B.ed. í kennslufræðum.
Netfang: inga@birtastarfs.is

Sálfræðingur. Netfang: brynja@birtastarfs.is

íþrótta- og heilsufræðingur. Verkefnastjóri líkamlegrar endurhæfingar og ráðgjafi í starfsendurhæfingu.
Netfang: beta@birtastarfs.is

Félagsráðgjafi.
Netfang: margretanna@birtastarfs.is

B.s. í sálfræði. Master í geðheilbrigðisvísindum. Ráðgjafi.
Netfang: thelmalind@birtastarfs.is
Hvað segja skjólstæðingar okkar

Starfsendurhæfing á suðurlandi
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vilt óska eftir ráðgjöf hafðu þá samband