Þjónusta

Okkar þjónusta og
þín endurhæfing

Birta er með þjónustusamning við Virk starfsendurhæfingarsjóð og býður upp á heildstætt starfsendurhæfingarúrræði . Starfsendurhæfing hjá Birtu er þannig eitt af þeim úrræðum sem stendur einstaklingum til boða sem þurfa starfsendurhæfingu á Suðurlandi. Til að komast í þjónustu hjá Birtu þarf tilvísun frá lækni til Virk starfsendurhæfingarsjóð. Læknir getur tilgreint í læknisvottorði að óskað sé eftir aðkomu Birtu starfsendurhæfingar. Inntökuteymi Virk fer yfir allar tilvísanir sem berast og vísar málum áfram.

Birta veitir heildstæða þjónustu sem tekur á vanda einstaklings með það að markmiði að viðkomandi komist út á vinnumarkaðinn á nýjan leik.

Dæmi um þjónustu má nefna sálfræðiviðtöl, félagslega ráðgjöf, líkamsþjálfun, uppbyggjandi fræðslu og námskeið og vinnuprufur.

Ráðgjafar Birtu veita fagaðilum og einstaklingum ráðgjöf varðandi möguleika til starfsendurhæfingar.

Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjöfum Birtu í síma eða í tölvupósti.

560-2055
birta@birtastarfs.is
Ferlið

01

Tilvísun

Allir þurfa að byrja á því að fá tilvísun frá heimilislækni sem sendir beiðni til Virk starfsendurhæfingasjóðs.

02

Virk

Virk vinnur úr beiðninni og sendir hana áfram á okkur.

03

Ráðgjöf

Við förum yfir beiðnina og höfum samband símleiðis með ráðgjöf um næstu skref.

04

Endurhæfing

Þín starfsendurhæfing hefst.

Endurhæfing

Helstu markmið með starfsendurhæfingu hjá Birtu

Fyrir hverja er Birtu

Okkar markmið er hjálpa einstaklingum að bæta andlega og líkamlega heilsu sína og komast út í lífið á ný, annað hvort í áframhaldandi námað lokinni starfsendurhæfingu eða út á vinnumarkaðinn.

Helstu þættir

Helstu markmið með starfsendurhæfingu hjá Birtu

Leiðir

Endurhæfingarleiðir hjá Birtu

Hjá Birtu eru í boði tvær heildstæðar leiðir í starfsendurhæfingu. Einnig er boðið upp á líkamsþjálfun hjá íþrótta- og heilsufræðingi og eftirfylgd sem stök úrræði.

Leiðir í starfsendurhæfingu:

• Mat á stöðu og starfsendurhæfingarmöguleikum. Um er að ræða endurhæfingu í 1-3 mánuði eftir markmiðum hverju sinni. Þessi lína hefur það að markmiði að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu. Þátttaka einstaklings telst m.a. fullnægjandi ef honum tekst að mæta og taka þátt í þjónustu sem nemur 12-15 tímum á viku.

Einstaklingsmiðuð þverfagleg starfsendurhæfingarlína. Lengri endurhæfing í 6 mánuði sem hægt er að framlengja um aðra 6 mánuði, samtals allt að 12 mánuðir. Á þessari línu er unnið heildstætt með vanda einstaklings með það að markmiði að einstaklingur fari aftur út á vinnumarkaðinn. Gerð er krafa um 15-20 tíma virkni á viku í bæði hópúrræðum og einstaklingsmiðaðri þjónustu.

Hjá Birtu starfa félagsráðgjafar, íþrótta- og heilsufræðingur og sálfræðingur.

Ráðgjafar Birtu veita frekari upplýsingar um endurhæfinguna. Hægt er að fá samband við ráðgjafa í síma eða tölvupósti.

560-2055
birta@birtastarfs.is