Stundatafla og starfið framundan
Stundataflan sem er í gildi núna og sú sem tekur gildi frá og með 2. mars eru nú aðgengilegar á heimasíðunni undir Stundatöflur.
Nýtt atvinnutengt námskeið er að hefjast 2. mars. Um er að ræða nýtt námskeið sem er þróað af ráðgjöfum Birtu og verkefnastjórum hjá Fræðsluneti Suðurlands. Markmiðið er að bjóða upp á það reglulega yfir árið. Námskeiðið verður kennt tvisvar í viku í alls 12 skipti. Nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem viðkemur vinnumarkaðinum og því að fara í starf á ný eftir fjarveru frá vinnumarkaðinum. Farið verður í heimsóknir á vinnustaði á Suðurlandi auk þess sem þátttakendur fara í starfsprófun til að fá tækifæri til að aðlaga sig að vinnumarkaðinum.
Fjögurra vikna námskeið í núvitund eða mindfullness hefst einnig þann 2. mars. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á Facebook undir Núvitund – mindfullness námskeið.