Starf Birtu á vorönn 2012

Vorönn 2012

Vorönn Birtu hófst með hópfundi skólahóps þann 5. janúar og starfshóps þann 6. janúar.

Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á starfi Birtu á vorönn frá því sem verið hefur.

Helsta nýjungin í starfinu er sú að vorönninni er skipt niður í fimm lotur sem eru í þrjár til fjórar vikur. Tilgangurinn  með því er að auðvelda þátttakendum að setja sér markmið og halda út endurhæfingartímabilið. Á milli tímabila er gert vikuhlé á námskeiðum og fyrirlestrum og þátttakendur fara í viðtal til ráðgjafa þar sem farið er yfir tímabilið og sett markmið fyrir nýtt tímabil.

Jákvæður janúar!

Í janúar er þemað jákvæður janúar. Á mánudögum er námskeiðið jákvæður janúar, vinnustofa um hamingjuna og jákvæða sálfræði. Á þriðjudögum er hópfundur og námskeiðið efling í starfi, á miðvikudögum verða fyrirlestrar tengdir líkamlegri og andlegri heilsu. Þjálfun í tækjasal verður á mánudögum og þriðjudögum og ganga á miðvikudögum. Síðar á önninni byrja þátttakendur í starfsþjálfun og eru fimmtudagar hugsaðir í það.

Á döfinni:

Sjálfsstyrkingarnámskeið í febrúar.
HAM námskeið í janúar/febrúar. 
Fjörugir föstudagar (tilbreyting í líkamsrækt).
Glerlistarnámskeið hefjast aftur í febrúar.

Námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands sem þátttakendur eiga kost á að sækja:

Nám og þjálfun – undirbúningur fyrir frekara nám.
Smiðjan – í samvinnu við Stúdíó Sýrland. 
Skrifstofuskólinn. 
Skapandi starf:
Silfursmíði. 
Stafrænar ljósmyndir. 
Frekari upplýsingar um námskeið Fræðslunetsins er að finna á heimasíðu þeirra: www.fraedslunet.is