Dagskrá

Notendur Birtu

Hér finnurðu helstu upplýsingar fyrir notendur þjónustu Birtu starfsendurhæfingar.

Stundatöflur

Athugið að þetta er stundataflan yfir allt sem er í boði hjá Birtu þessa vikuna.  Hægt að fá einstaklingsstundatöflu með þeim námskeiðum og úrræðum sem hver og einn er í.

Miðað er við að einstaklingur sem er að hefja sína endurhæfingu og er á matslínu sé í 12-15 tíma virkni á viku  (hópa- og einstaklingsúrræði). Miðað er við að einstaklingur sem er í langtímaendurhæfingu á endurhæfingarlínu sé í 15-20 tíma virkni á viku. Til viðbótar við hreyfingu og fræðslu/námskeið geta verið í einstaklingsstundatöflum viðtöl hjá ráðgjöfum/fagaðilum, sjúkraþjálfun, nám, vinnutenging o.fl. 

Mæting

Mætingareglur

  • 80 % mætingarskylda í allt starf Birtu samkvæmt stundatöflu, líka í hreyfingu.
  • Veikindi skal tilkynna fyrir kl. 8.30, á hverjum degi sem veikindin vara.
  • Mikilvægt er að mæta stundvíslega. Fjarvist er gefin ef mætt er meira en 15 mínútum of seint.
  • Leyfileg fjarvera eru forföll vegna veikinda, veikinda barna og leyfi vegna læknisferða eða annarra úrræða hjá sérfræðingum. Annað telst fjarvist. 

Tilkynna fjarveru

Ef þú þarft að tilkynna fjarveru vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan