Hauststarf Birtu hefur farið vel af stað
Hauststarf Birtu hefur gengið vonum framar. Fjölmargar tilvísanir og umsóknir bárust og var því miður ekki hægt að útvega öllum pláss. 10 manns af 17 þátttakendum frá því í vor héldu áfram og 13 nýjir bættust við. 23 þátttakendur stunda því starfsendurhæfingu á vegum Birtu í haust. 7 þátttakendur eru í starfsþjálfun og gékk vel að útvega þátttakendum starfsþjálfunarstað. Allir þeir atvinnurekendur sem haft var samband við voru jákvæðir gagnvart verkefninu. Flestir fengu pláss þar sem þeir óskuðu eftir að komast.