Haustönn 2012 að hefjast
Mánudaginn 3. september hefst haustönn Birtu. Í fyrstu vikunni mæta þátttakendur eins og hér segir:
Mánudag: Byrjendur kl. 10.30 á kynningarfund. Kl. 13-14.30 mæta bæði byrjendur og framhaldshópur.
Miðvikudag: Allir milli kl. 10-12.
Fimmtudag: Allir milli kl. 10-12.
Mæting er í gamla Sandvíkurskóla.
Í fyrstu vikunni ætlum við að gefa okkur góðan tíma í að kynnast starfsemi Birtu og hvað við erum að fara að gera í vetur. Þátttakendur fá tækifæri til að aðlagast hópnum áður en námskeiðin hefjast svo eitt af öðru.
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Beta og Sandra