Hjá Birtu er boðið upp á fjölbreytt námskeið og fræðslu. Á morgnana, milli kl. 9-12 er svokallað grunnstarf Birtu, auk hreyfingar, en í það mæta allir þátttakendur (nema þeir sem eru í námi eða vinnutengingu á þeim tíma). Í grunnstarfi Birtu er boðið upp á fræðslu um bætta andlega líðan, lífsstílstengda fræðslu, sjálfseflingu, hópfundi o.fl. Eftir hádegið eru lokaðir hópar og námskeið sem þátttakendur velja sér út frá hvað hentar viðkomandi. Dæmi um lokaða hópa/námskeið eru; PEERS félagsfærninámskeið, Björg bjargráð í tilfinningastjórnun, kvíðahópar, félagskvíðanámskeið, karlahópar, konuhópar, skapandi starf, samkenndarhópur, hópmarkþjálfunarhópar, næringarstuðningshópur. Einu sinni á ári er boðið upp á ADHD námskeið í samstarfi við ADHD samtökin.
Námskeið og lokaðir hópar í boði hjá Birtu á haustönn 2024
Hér má sjá yfirlit yfir námskeið og lokaða hópa sem eru í boði á haustönn 2024:
Björg – bjargráð í tilfinningastjórnun
Bjargráðakerfið Björg var þróað af Dr. Julie Brown og byggist á aðferðafræði díalektískrar atferlismeðferðar (DAM). Með aðferðum DAM er einstaklingum kennt að staðfesta og samþykkja hverjir þeir eru, en á sama tíma að aðstoða og leiðbeina þeim að gera hjálpsamlegar breytingar sem stuðla að stöðugra tilfinningalífi. Núvitund er mikilvægur hluti af DAM. Áhersla er á að draga úr hvatvísi, ná stöðugleika í samböndum við sjálfan sig og aðra og að auka við sjálfsvirðingu. Á námskeiðinu eru kennd 9 bjargráð og kerfistæki (tilfinningamælir, gerðir bjargráða og uppskrift að bjargráðum). Þátttakendur fá veglega handbók með verkefnum og lesefni.
Tímalengd: 12 skipti
Tímasetning: Mánudaga kl. 13-14.30.
Tímabil: 23. september – 9. desember
Leiðbeinendur: Brynja Guðmundsdóttir sálfræðingur, Margrét Anna og Sandra félagsráðgjar.
Námsleiðin Líf og heilsa
Gefur allt að 15 einingar á framhaldsskólastigi verður kennd í lífsstílstengdri fræðslu hjá Birtu á haustönn 2024. Námsleiðin samanstendur af fræðslu og hreyfingu.
ADHD námskeiðið Taktu stjórnina
Í samstarfi við ADHD samtökin. -í vinnslu.
Leirlistanámskeið
Í samstarfi við Steinunni Birnu hjá HÚM:
Mánudaga kl. 10-13 í Gagnheiði 45.
Næsti hópur byrjar 23. september.
HAM námskeið hjá Birtu á haustönn:
Lota 1: Skapstjórnun.
Náttúrumeðferð við streitu
Í samstarfi við Berglindi Magnúsdóttur félagsráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafastofu á Selfossi.
Lýsing:
Hægja á, tengjast náttúrunni í göngu, fræðast og tengja reynslu við daglegt líf.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja tengjast náttúrunni, hægja á hraðanum og eru að takast á við streitu í daglegu lífi. Gangan er hæg.
Markmið:
• Markmið er að þátttakendur öðlist tengingu við náttúruna og skynji kraftinn sem býr í henni til endurheimtar.
• Þátttakendur rifji upp færni sína til að tengjast náttúrunni.
• Þátttakendur öðlist færni til að nýta einfaldar núvitundaræfingar til streitulosunar.
• Kennsla
Uppbygging er þríþætt.
Kennsla, náttúra, núvitund.
Kennsla
Í hverjum tíma er kennsla sem tengist þemu hverju sinni. Kennslan er mótuð með það að leiðarljósi að þátttakandi taki hana með sér inn í náttúruna og síðar daglegt líf
Náttúran
Í hverjum tíma er farið út í náttúruna þar sem markmið eru ólík hverju sinni. Þema einkennir hvern tíma þar sem áhersla er lögð á að þátttakandi tengist náttúrunni með ólíkum hætti.
Núvitund
• Markmið er að þátttakandi nái tengslum við náttúruna og því samhliða sjálfum sér í núvitund
Tímalengd: 4 vikur – 12 klst.
Dagssetningarnar eru:
6. september 2024 kl. 10.00 – 13.00
13. september 2024 kl. 10.00 – 13.00
20.september – FRÍ.
27. september 2024 kl. 10.00 – 13.00
4. október 2024 kl. 10.00 – 13.00
Staðsetning:
Austurvegur 10 og víðar í náttúrunni.
Til að fá meiri upplýsingar eða til að skrá sig á námskeið þarf að ræða við ráðgjafa.
Virkniúrræði í boði hjá Fræðslunetinu á haustönn 2024
Meiri þekking, minni streita
Á námskeiðinu er farið yfir áhrif streitu á andlega og líkamlega líðan. Farið verður yfir ýmis verkfæri til að ná betri stjórn á neikvæðum áreitum í lífinu. Farið verður sérstaklega yfir samskipti og hvernig setja eigi mörk í samskiptum og leysa ágreining.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka skilning á neikvæðum áhrifum streitu og bæta við þekkingu þátttakenda um hvernig hægt er að stjórna streitunni með heilsusamlegum venjum og bættum lífstíl. Lögð er áhersla á markmiðssetningu, bætt samskipti, hvernig setja eigi mörk og þannig minnka streitu og ná meiri stjórn á aðstæðum í lífi sínu. Námskeiðið skiptist í fræðslu, umræður og verkefnavinnu.
Leiðbeinandi: Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur
Tímalengd: 5 skipti
Tími: 18. nóvember til 2. desember, mánudagar og miðvikudagar kl. 13:00-15:00
Verð: 42.200 kr.
Betri fjármál – fjarnámskeið á ensku og íslensku
Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag. Áhersla er á að öðlast næga þekkingu til að geta stýrt fjármálunum af öryggi og geta sett sér raunhæf markmið. Farið verður yfir helstu hugtök í fjármálum, þær ,,vörur“ sem bankar og fjármálafyrirtæki bjóða og þann kostnað sem þeim fylgir. Þá verður farið í uppsetningu á einföldu skipulagi, hvernig hægt er öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin og ýmis verkfæri kynnt til að nýta fjármuni sem best.
Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir, viðskiptafræðingur og markþjálfi
Tímalengd: 4 skipti
Tími: 17. til 27. september, þriðjudaga og föstudaga kl. 9:00-11:30 á ensku
Tími: 17. til 27. september þriðjudaga og föstudaga kl. 12:30-15:00 á íslensku
Tími: 5. til 14. nóvember þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00-11:30 á ensku
Tími: 5. til 14. nóvember þriðjudaga og fimmtudaga kl.13:00-15:30 á íslensku
Verð: 42.200
HAM og núvitund hugræn atferlismeðferð
Námskeið byggt á hugrænni atferlismeðferð til að takast á við almenna líðan. Þátttakendur fá fræðslu (HAM) sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar. Farið verður í undirstöðuatriði núvitundar sem leið til að takast á við tilfinningar og streitu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita þeim aðferðum sem kenndar verða til að hafa áhrif á eigin líðan. Þátttakendur vinna heimaverkefni á milli skipta.
Leiðbeinandi: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Tímalengd: 5 skipti
Tími: 18.september til 16.október, miðvikudagar kl. 9:30-11:30 – staðnámskeið
Verð: 49.600 kr.
Lífsstíll og verkjastjórnun
Námskeiðið byggir á líkamsmiðaðri og sálrænni nálgun á verkjum. Með aðferðum hugrænnar
atferlismeðferðar (HAM) og núvitundar verða kynnt og bjargráð sem hjálpa til við að takast á við
verki í daglegu lífi og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Markmið námskeiðsins er að hjálpa
þátttakendum að: öðlast betri skilning og stjórn á verkjum, draga úr ákefð og tíðni verkja, draga úr
áhrifum verkja og veikinda á líf þátttakenda, takast á við kveikjur þannig að einstaklingar upplifi
færri bakslög og aukna stjórn í daglegu lífi og að auka lífsgæði.
Leiðbeinandi: Kristín Júlía Hannesdóttir og Brynja Guðmundsdóttir
Tímalengd: 7 skipti
Tími: 6. nóvember – 11. desember + 8. janúar, miðvikudagar kl. 13:00 – 15:00 – staðnámskeið
Verð: 72.600 kr.
Uppleið – vottuð námsleið
Námið byggir á hugrænni atferlismeðferð. Markmiðið er að auka færni einstaklinga til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.
Leiðbeinandi: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Tímalengd: 11 skipti
Tími: 4. október (viðtöl) – 7. nóvember, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30 – 11:30
Verð: 10.000 kr.
Persónuleg stefnumótun/Personal planning, positive future – jákvæð sálfræði – fjarnámskeið á ensku og íslensku
Á námskeiðinu er farið yfir sjálfsmat hvers og eins, styrkleika og árangur. Notaðar eru aðferðir jákvæðrar sálfræði til að horfa á það sem gott er og efla það jákvæða. Unnið verður að framtíðarsýn, gildismati, framtíðin kortlögð og afhent verkfæri til að búa til framtíð sína eins og hver og einn vill.
Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir
Tímalengd: 3 skipti
Tími: 28. október til 11. nóvember, mánudagar kl. 12:30-15:30 á ensku
Tími: 18. nóvember til 2. desember, mánudagar kl. 12:30-15:30 á íslensku
Verð: 49.500 kr.
Augnablikið – núvitundarnámskeið
Núvitund í daglegu lífi. Hvað er núvitund og hentar hún mér? Námskeið um núvitund og lífeðlisfræðileg áhrif þess að iðka núvitund. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast þeim leiðum sem hægt er að fara í iðkun núvitundar. Rannsóknir sýna að núvitund gagnast vel til að takast á við t.a.m. tilfinningar, streitu, svefn og verki. Einnig að iðkun á núvitund getur gefið fólki betra innsæi í tilfinningar sínar, betri athygli, minni og einbeitingu.
Leiðbeinendur: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur
Tímalengd: 4 skipti
Tími: 2. til 12. desember, mánudaga og fimmtudaga kl. 13:30-15:30
Verð: 56.100
Raunfærnimat í almennri starfshæfni
Almenn starfshæfni er sú hæfni sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan þátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði og þróast í starfi. Hún er mikilvæg í öllum störfum og hana má flytja í annað samhengi og milli mismunandi starfa og starfsgreina. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skilgreint 11 hæfniþætti sem saman mynda almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði (aðlögunarhæfni, ábyrg nýting, árangursrík samskipti, jafnréttisvitund, mat og lausnir, upplýsingatækni, samvinna, skipulagshæfni, starfsþróun, upplýsingalæsi og vinnusiðferði). Hæfniþættirnir eru þrepaskiptir í samræmi við hæfniramma um íslenska menntun.
Raunfærnimatið hentar fólki sem er á krossgötum, er leitandi eða er að velta fyrir sér nýju starfi. Einnig fólki í starfsendurhæfingu sem t.d. hefur orðið fyrir kulnun. Ferlið getur reynst mjög eflandi þar sem fólk áttar sig á eigin styrkleikum, sækir jafnvel um störf sem það treysti sér ekki til áður, fær vinnu eða hefur nám.
Ferlið: Skimunarviðtal hjá náms- og starfsráðgjafa, hópavinna í 4-5 skipti, matssamtal, niðurstöðuviðtal hjá náms- og starfsráðgjafa.
Íslenskunámskeið
eru haldin á: Selfossi, Höfn, Hvolsvelli, Hellu, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Flúðum og Þorlákshöfn Sjá nánar á fraedslunet.is
Önnur úrræði:
Náms- og starfsráðgjöf
Námsbrautir FA
Menntastoðir
Félagsliðagátt
Leikskólaliðabrú
Stuðningsfulltrúabrú
Stakir áfangar á þessum námsleiðum
Raunfærnimat s.s. sjúkraliðar, vinnumarkaðshæfni, þjónustubrautir (félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi) og matartækni