Vor- og sumarönn Birtu
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Nú er sumarönn Birtu að hefjast. Stundatöflu fyrir maí er að finna hérna vinstra megin á forsíðunni. Við breytum til og aukum útivist og skapandi starf í sumar.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Nú er sumarönn Birtu að hefjast. Stundatöflu fyrir maí er að finna hérna vinstra megin á forsíðunni. Við breytum til og aukum útivist og skapandi starf í sumar.
Gleðilegt nýtt ár!
Birta hefur flutt aðsetur sitt tímabundið á Austurveg 36. Þar er einnig Smiðjan, miðstöð fólks án atvinnu, til húsa. Skrifstofa Birtu er á 2. hæð.
Birta færir Laufeyju Jónsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og starfsfólki svæðisskrifstofunnar bestu þakkir fyrir veitta aðstöðu á árunum 2009 og 2010.
Hauststarf Birtu hefur gengið vonum framar. Fjölmargar tilvísanir og umsóknir bárust og var því miður ekki hægt að útvega öllum pláss. 10 manns af 17 þátttakendum frá því í vor héldu áfram og 13 nýjir bættust við. 23 þátttakendur stunda því starfsendurhæfingu á vegum Birtu í haust. 7 þátttakendur eru í starfsþjálfun og gékk vel að útvega þátttakendum starfsþjálfunarstað. Allir þeir atvinnurekendur sem haft var samband við voru jákvæðir gagnvart verkefninu. Flestir fengu pláss þar sem þeir óskuðu eftir að komast.
Þann 1. mars 2010 hóf fyrsti hópur Birtu starfsendurhæfingu. Í hópnum eru 17 einstaklingar víðsvegar af Suðurlandi. Kennsla fer fram í húsnæði Fræðslunets Suðurlands sem er í Iðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Nýr vefur hefur verið tekinn í notkun. Hér á þessum vef munum við útskýra starfsemi félagsins, starfsmönnum og helstu markmiðum bæði í máli og myndum.
Fréttir verða birtar af starfsemi félagsins hér og jafnvel verður hægt að skoða myndir úr daglegu lífi.