Stundatöflur næstu fjórar vikurnar

Stundatöflur fyrir næstu fjórar vikurnar hafa nú verið settar á heimasíðuna.

14. maí – 15. júní verður sumarönn þar sem áhersla verður lögð á útiveru, t.d. hreyfingu, útieldun og fleira. Ósk kom frá þátttakendum um námskeið í framsögn og tjáningu og er verið að vinna í því.

Eldhúshópur í umsjón Írisar byrjar n.k. mánudag 23. apríl og verður hann í Smiðjunni.

Kveðja, Sandra, Beta og Svala.

Mars

Nú er mars stundataflan komin á vefinn. 

Helstu fréttir í mars:  

Níu þátttakendur hjá Birtu eru nú í opnu smiðjunni hjá Fræðsluneti Suðurlands í samvinnu við Stúdíó Sýrland. Þau eru frá kl. 9-15 og finnst æðislega gaman, okkur finnst ekki síður skemmtilegt að fylgjast með þeim en námskeiðið er kennt í Sandvíkurskóla. 

Námskeið sem eru framundan: Áfram námskeið, HAM námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið, fjármálanámskeið- og eða ráðgjöf.

Síðasta vika fyrstu lotu á vorönn

Nú er síðasta vika fyrstu lotunnar á vorönn 2012 að klárast. 

Þemað í fyrstu lotunni var jákvæður janúar og voru þátttakendur meðal annars með vinnustofu um hamingjuna og jákvæða sálfræði. Þá hafa verið hópfundir, námskeiðið Efling í starfi fór af stað, og fyrirlestrar um andlega og líkamlega líðan. Nokkrir þátttakendur fóru á byrjendanámskeið í silfursmíði á vegum Fræðslunets Suðurlands og líkaði mjög vel. Þá hafa þátttakendur verið duglegir í hópþjálfun í ræktinni og þeir allra hörðustu hafa mætt í gönguhóp. 

Fjörugir föstudagar eru að hefjast hjá okkur föstudaginn 3. febrúar en á fjörugum föstudögum fáum við til okkar gestakennara sem kynna fyrir okkur fjölbreytta heilsurækt. Næst komandi föstudag kemur Kristjana Árnadóttir og kynnir fyrir okkur yoga. Tíminn verður í Sportstöðinni kl. 11.

Í næstu viku mæta allir þátttakendur í viðtal hjá Söndru eða Betu og hreyfingin verður á sínum stað. 13. febrúar hefst síðan lota númer tvö hjá Birtu. Drög að stundatöflu eru komin á heimasíðuna en endanleg tafla verður birt í næstu viku. Henni verður dreift í einstaklingsviðtölum.

Starf Birtu á vorönn 2012

Vorönn 2012

Vorönn Birtu hófst með hópfundi skólahóps þann 5. janúar og starfshóps þann 6. janúar.

Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á starfi Birtu á vorönn frá því sem verið hefur.

Helsta nýjungin í starfinu er sú að vorönninni er skipt niður í fimm lotur sem eru í þrjár til fjórar vikur. Tilgangurinn  með því er að auðvelda þátttakendum að setja sér markmið og halda út endurhæfingartímabilið. Á milli tímabila er gert vikuhlé á námskeiðum og fyrirlestrum og þátttakendur fara í viðtal til ráðgjafa þar sem farið er yfir tímabilið og sett markmið fyrir nýtt tímabil.

Jákvæður janúar!

Í janúar er þemað jákvæður janúar. Á mánudögum er námskeiðið jákvæður janúar, vinnustofa um hamingjuna og jákvæða sálfræði. Á þriðjudögum er hópfundur og námskeiðið efling í starfi, á miðvikudögum verða fyrirlestrar tengdir líkamlegri og andlegri heilsu. Þjálfun í tækjasal verður á mánudögum og þriðjudögum og ganga á miðvikudögum. Síðar á önninni byrja þátttakendur í starfsþjálfun og eru fimmtudagar hugsaðir í það.

Á döfinni:

Sjálfsstyrkingarnámskeið í febrúar.
HAM námskeið í janúar/febrúar. 
Fjörugir föstudagar (tilbreyting í líkamsrækt).
Glerlistarnámskeið hefjast aftur í febrúar.

Námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands sem þátttakendur eiga kost á að sækja:

Nám og þjálfun – undirbúningur fyrir frekara nám.
Smiðjan – í samvinnu við Stúdíó Sýrland. 
Skrifstofuskólinn. 
Skapandi starf:
Silfursmíði. 
Stafrænar ljósmyndir. 
Frekari upplýsingar um námskeið Fræðslunetsins er að finna á heimasíðu þeirra: www.fraedslunet.is

Hauststarfið hjá Birtu

Hauststarf Birtu hefst 5. september samkvæmt stundatöflu (sjá hér til hliðar)

VIð byrjum mánudaginn 5. september, kl. 13.00-15.30. Við verðum í stofu 6 í Iðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á mánudag og þriðjudag verðum við með kynningu á stundatöflunni, starfi Birtu og svo ætlum við að kynnast öll aðeins betur  🙂

Á miðvikudaginn byrjum við í heilsueflingu – fræðsluhluta, á fimmudaginn byrjum við á SMS sjálfsstyrkingarnámskeiði og á föstudaginn byrjar Úr frestun í framkvæmd námskeið.

Það verður því nóg um að vera fyrstu vikuna í Birtu 🙂

Munið að mæta tímanlega!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sandra og Beta