Ársfundur Birtu og ný stjórn.
Ársfundur Birtu var haldinn í dag. Sandra Guðmundsdóttir forstöðumaður fór yfir starf liðins árs og kosið var í stjórn Birtu.
Þær breytingar urðu á stjórn Birtu að Ragnheiður Hergeirsdóttir fráfarandi formaður hætti í stjórn og Svava Júlía Jónsdóttir kom ný í hennar stað. Aðrir eru áfram í stjórn og skoðunarmenn og varamenn eru þeir sömu. Ársskýrsla Birtu verður aðgengileg á heimasíðunni sem og ársreikningur.
50% þátttakenda sem kláruðu eða hættu í endurhæfingu á árinu 2015 fóru í starf eða áframhaldandi nám.