Um okkur

Hver erum við

Stofnun Starfsendurhæfingar Suðurlands

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Suðurlands var haldinn þann þann 19. maí 2009. Aðdraganda stofnunarinnar má rekja til haustsins 2008 en þann 28. október 2008 var haldinn kynningarfundur í fundarsal þjónustuskrifstofu stéttarfélaga um starfsendurhæfingu á Suðurlandi. Í kjölfar kynningarfundarins var skipaður undirbúningshópur og síðar starfshópur sem í voru Svava Jónsdóttir frá Smfs, Guðný Ingvarsdóttir frá Lífeyrissjóðnum Festa og María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri í Hveragerði.

Í janúar 2009 var Starfsendurhæfingu Suðurlands gefið nafnið Birta eftir óformlega nafnasamkeppni meðal stjórnar Birtu og samstarfsaðila. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands á heiðurinn að nafni og merki Birtu.

Stofnaðilar Birtu

Stofnaðilar eru: Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Rangárþing ytra, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Báran stéttarfélag, Verkalýðsfélag Suðurlands, FOSS Suðurlandi, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Vinnumálastofnun Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauði Krossinn Árnesingadeild, Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga, Fræðslunet Suðurlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Heilsustofnun NLFÍ og Smfs.

Hvar erum við til húsa?

Birta er með aðstöðu í Fjölheimum við Tryggvagötu á Selfossi og þar fer kennsla jafnframt fram.

Skrifstofur Birtu eru á skrifstofugangi á fyrstu hæð hússins, sálfræðingur Birtu er með aðstöðu í viðbyggingu á jarðhæð.

Sjá: Hafa samband

Heildræn nálgun

Birta veitir heildstæða þverfaglega nálgun í starfsendurhæfingu.

Traust

Hjá Birtu er lögð áhersla á traust og að mæta hverjum og einum á hans/hennar/háns forsendum.

Fagmennska

Starfsfólk Birtu hefur mikla þekkingu og reynslu og leitast við að vinna mál af fagmennsku.

Samvinna

Við vinnum saman að þinni starfsendurhæfingu ásamt því að vinna með öðrum fagaðilum sem koma að starfsendurhæfingu.

Um okkur

Stjórn Birtu

Stjórn Starfsendurhæfingar Suðurlands

Í stjórn Birtu á starfsárinu 20240-2025 eru:

Formaður:

  • Árný Erla Bjarnadóttir, FOSS stéttarfélagi.
  • Varamaður: Hekla Dögg Ásmundsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg.

Ritari og varaformaður:

  • Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Festa lífeyrissjóður.
  • Varamaður: Þröstur Sigurðsson, Lífeyrissjóði Rangæinga.

Meðstjórnendur:

  • Kristín Arna Hauksdóttir, Vinnumálastofnun. 
  • Varamaður: Valgerður Rut Jakobsdóttir, Vinnumálastofnun. 
  • Halldóra S. Sveinsdóttir, Bárunni stéttarfélagi.
  • Varamaður: Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, VR stéttarfélagi. 
  • Sandra D. Gunnarsdóttir, Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi.
  • Varamaður: Kristín Elfa Ketilsdóttir, Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi

Skoðunarmenn:

  • Þór Hreinsson
  • Eyjólfur Sturlaugsson
Hver erum við?

Starfsfólk Birtu

Sandra Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi. Forstöðumaður Birtu.
Netfang: sandra@birtastarfs.is

Inga Berglind Jónsdóttir

Þjónustustjóri. B.e.d. í kennslufræðum.
Netfang: inga@birtastarfs.is

M. Brynja Guðmundsdóttir

Sálfræðingur.
Netfang:brynja@birtastarfs.is

Elísabet Kristjánsdóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur. Verkefnastjóri líkamlegrar endurhæfingar og ráðgjafi í starfsendurhæfingu.
Netfang: beta@birtastarfs.is

Margrét Anna Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi.
Netfang: margretanna@birtastarfs.is

Thelma Lind Guðmundsdóttir

B.s. í sálfræði og Master í geðheilbrigðisvísindum. Ráðgjafi í starfsendurhæfingu. Netfang: thelmalind@birtastarfs.is

Ertu með spurningar?

Velkomið að senda okkur fyrirspurn ef þú ert með spurningar

Ársskýrslur og ársreikningar

Þú getur lesið ársskýrslur og ársreikninga Birtu með því að smella
>> hér <<