Vaskur hópur frá Birtu fór í heimsókn í Jötunn vélar á Selfossi í dag. Guðmundur Þór Guðjónsson fjármálastjóri hjá Jötunn vélum tók á móti okkur og fór með hópinn um fyrirtækið og sagði okkur frá starfseminni :-). Hjá Jötunn vélum starfa 22 starfsmenn við fjölbreytt störf. Það sem kom hópnum helst á óvart var hversu stórt fyrirtækið er og hversu viðamikil starfsemin er. Kunnum við Jötunn vélum bestu þakkir fyrir frábærar mótttökur :-).