Þessi síða inniheldur helstu upplýsingar fyrir notendur þjónustu Birtu starfsendurhæfingar.
Stundatöflur
Athugið að þetta er stundataflan yfir það sem er í boði hjá Birtu hverju sinni en svo er hægt að fá einstaklingsstundatöflu með þeim námskeiðum og úrræðum sem viðkomandi er í hverju sinni (ath. það á ekki við um virknilínu) . Miðað er við að einstaklingur sem er að hefja sína endurhæfingu og er á matslínu sé í 12-15 tíma virkni á viku að lágmarki (hópa- og einstaklingsúrræði). Miðað er við að einstaklingur sem er í langtímaendurhæfingu á endurhæfingarlínu sé í 15-20 tíma virkni á viku að lágmarki. Til viðbótar við hreyfingu og fræðslu/námskeið geta verið í einstaklingsstundatöflum viðtöl hjá ráðgjöfum/fagaðilum, sjúkraþjálfun, nám, vinnuprufa o.fl.
Tilkynningar/fréttir
Mætingarreglur:
- 80 % mætingarskylda í allt starf Birtu samkvæmt stundatöflu, líka í hreyfingu.
- Veikindi skal tilkynna fyrir kl. 8.30, á hverjum degi sem veikindin vara.
- Mikilvægt er að mæta stundvíslega. Fjarvist er gefin ef mætt er meira en 10 mínútum of seint.
- Leyfilegar fjarvistir eru fjarvistir vegna veikinda, veikinda barna og leyfi vegna læknisferða eða annarra úrræða hjá sérfræðingum.
- Þátttaka í fjartímum: Ath. fjartímar eru fyrst og fremst í boði til að þjónusta þá sem búa utan Selfoss og eiga erfitt með að sækja endurhæfingu alla virka daga. Heimilt er að óska eftir þátttöku í fjartíma í sérstökum aðstæðum og skal þá óska sérstaklega eftir því í fjarvistatilkynningu eða ræða við ráðgjafa.
Tilkynna fjarveru