Atvinnulína

Ný lína hjá Birtu- atvinnulína byrjar miðvikudaginn 30. október.

Atvinnutengda línan hentar vel einstaklingum sem hafa verið fjarverandi frá vinnumarkaði í einhvern tíma en eru ekki að glíma við mikinn heilsubrest. Atvinnulínan er gott tækifæri fyrir einstaklinga til að koma rútínunni í lag, styrkja sig líkamlega, bæta andlega líðan og kynnast fjölbreyttum hliðum vinnumarkaðarins samhliða atvinnuleit. Markmiðið er að þátttakendur eflist og verði tilbúnari í atvinnuleit og í starf á almennum vinnumarkaði.