Haust 2013
Nú styttist í að starfið hjá Birtu fari á fullt eftir sumarfrí. Haustönnin er jafnframt áttunda önnin okkar hjá Birtu. 🙂
Á þessum tíma hafa margir náð góðum árangri og snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Mikil og góð reynsla hefur safnast hjá ráðgjöfum sem nýtist vel í starfinu.
Starfið í haust verður með svipuðu fyrirkomulagi og síðastliðið ár. Áhersla er á einstaklingsmiðaða endurhæfingu en jafnframt boðið upp á ýmis námskeið sem einstaklingum í Birtu býðst að sækja.
Þá er jafnframt í þróun styttri leið í endurhæfingu sem byrjar í haust. Stuðningur við einstaklinga sem hafa átt í erfiðleikum með að stunda nám vegna heilsubrests, kvíða og þunglyndis hefur verið í stöðugri þróun hjá Birtu og verður nú í haust í boði heildstæð þjónusta fyrir þann hóp sem felur í sér stuðning frá ráðgjafa, hreyfingu, félagslega ráðgjöf og sálfræðiviðtöl.
Til þess að komast að í Birtu þarf að hafa samband við ráðgjafa hjá Virk. Sú breyting hefur orðið á tilvísunum og umsóknum að ráðgjafar hjá Virk greina og meta þörf fyrir þjónustu og vísa einstaklingum áfram til Birtu. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa Virk í síma 480-5000. Ráðgjafar Birtu veita einnig upplýsingar í síma 560-2030.