Fréttir úr starfinu
Eftir páskafrí hafa ný námskeið verið að byrja hjá okkur eða halda áfram. Sem fyrr miða námskeiðin hjá Birtu að því að bæta heilsu þátttakenda almennt, bæði líkamlega, andlega og félagslega 🙂
Líkamleg heilsa:
Nýtt árangursnámskeið hófst 8. apríl. Árangur er lífstílstengt námskeið þar sem farið er yfir hollt mataræði, gildi hreyfingar og fleira heilsutengt. Þátttakendur á námskeiðinu voru mældir í upphafi og lok námskeiðs, fengu sérsniðin æfingaprógrömm í ræktina og sett voru niður markmið með hverjum og einum. Markmið þátttakenda voru ólík, sumir vildu létta sig og aðrir styrkja sig. Allir höfðu þó það sameiginlega markmið að auka hreyfingu og borða hollari mat.
Í lok námskeiðsins voru veitt verðlaun fyrir árangur og mætingar og fengu fjórir þátttakendur verðlaun.
Gönguhópur heldur áfram á sama tíma, á miðvikudögum kl. 11, farið er frá Sundlaug Selfoss eftir hópfund.
Tækjasalur heldur áfram á sama tíma, Beta er með viðveru í Sportstöðinni á þriðjudögum kl. 13 og fimmtudögum kl. 10.
Nýr hópur byrjaði á matreiðslunámskeiðinu Hollt og gott með Gurrý og eru þau á fimmtudögum kl. 13.
Andleg heilsa:
Hamingjan er hérer nýtt námskeið sem byrjaði 23. apríl og verður vikulega fram á sumar, á þriðjudögum kl. 10. Á námskeiðinu munum við meðal annars skoða hamingju Íslendinga og hvað gerir okkur hamingjusöm. Ræða tengsl og sambönd við annað fólk og af hverju þau skipta okkur máli. Við munum ræða tilfinningar og seiglu, skoða styrkleika okkar og ýmislegt fleira.
Kristín Bragadóttir sálfræðingur heldur áfram með námskeiðið bætt andleg líðan, á miðvikudögum kl. 13. Á námskeiðinu munum við fara yfir hvernig við getum aukið virkni okkar, dregið úr kvíða og ýmislegt fleira.
Félagsleg heilsa og tengsl við vinnumarkaðinn:
Fjármálaráðgjöf verður aftur í boði í maí og kemur þá Katrín Garðarsdóttir fjármálaráðgjafi aftur til okkar.
Námskeiðið að eflast í starf er byrjað aftur eftir páska. Námskeiðið er á föstudögum kl. 10. Markmiðið eftir páska er að virkja krafta okkar og nýta þá. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, hópfundum, vinnustaðaheimsóknum og starfskynningum.
Hópfundir verða áfram vikulega á undan gönguhópnum, á miðvikudögum kl. 10.
Önnur ráðgjöf og þjónusta sem er í boði fyrir þátttakendur:
Sandra Guðmundsdóttir félagsráðgjafi veitir félagslega ráðgjöf, Elísabet Kristjánsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur veitir ráðgjöf varðandi líkamlega endurhæfingu og Kristín Bragadóttir sálfræðingur er með sálfræðiviðtöl.